mánudagur, 23. apríl 2012

Skuggalegur fæðingarblettur

Ég er farinn að hafa smá áhyggjur af fæðingarblettinum sem ég tók eftir fyrir nokkrum árum. Ef ég vissi ekki betur héldi ég að hann væri að stækka.


Ég hef pantað tíma hjá lækni til að taka sýni úr honum og láta senda til rannsóknar. Ég vona að bíllinn sé ekki kominn með húðkrabbamein ofan í ónýta legu í framhjóli.

4 ummæli:

  1. Hefur hann verið að stunda ljósabekkina?

    SvaraEyða
  2. Anna Hlín3.5.2012, 23:33

    Hvernig væri nú að fara að losa sig við drusluna? Ég skal selja þér mína í staðin.

    SvaraEyða
  3. Spritti: Ekki svo ég viti. En ég er ekki að spyrja hann hvað hann gerir í frístundum. Ég er ekki afbrýðisama týpan... lengur.

    Anna: Peugeot er eins og herpes. Maður losar sig ekkert við hann heldur lærir að lifa með honum.

    SvaraEyða
  4. Anna Hlín7.5.2012, 13:28

    Haha :)

    SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.