Það gleður mig andlega að tilkynna að ég hef snúið aftur á körfuboltavöllinn, eftir rúmlega 13 mánaða pásu. Það hryggir mig þó talsvert líkamlega.
Svona er ástand líkama míns eftir tvær æfingar:
Rauði liturinn táknar harðsperrur og grái liturinn meiðsli. Ég tognaði á hægri þumli á fyrri æfingunni, hægra hnéið gaf sig eftir seinni æfinguna og ég laskaði á mér sköflunginn á einhverjum tímapunkti. Önnur meiðsl eru krónísk og/eða andleg.
Það er svo rétt núna, fjórum dögum eftir fyrri æfinguna að ég er hættur að ganga um eins og Robocop (eftir harðsperrur). Ég er þó hvergi nærri hættur að kveinka mér.
Á móti kemur að ég skemmti mér konunglega, þrátt fyrir að geta lítið, og ligg í endorfínvímu í sólarhring eftir hverja æfingu. Mæli með því. Ef þið eruð lítið fyrir körfubolta þá mæli ég með heróíni í staðinn.
Frábær tíðindi
SvaraEyðaSpyrjum að leikslokum.
SvaraEyða