fimmtudagur, 19. apríl 2012

Nýstárleg auglýsingaherferð

Í dag fékk ég þessi smáskilaboð í símann minn:

Sæll, ef þú ert með til sölu mótorhjólagalla á Ruddum átt þú skilaboð. -www.[ónefnt símafyrirtæki].is

Þetta er nýtt símafyrirtæki sem ég er ekki í áskrift hjá, né hef nokkurntíman skráð símanúmer mitt í neinn leik hjá þeim.

Þetta hlýtur að vera einhver undarlegasta aðferðin til að fá fólk í áskrift til sín, að senda skilaboð á fólk sem mögulega gæti átt "mótorhjólagalla á Ruddum", hvað sem það er.

Allavega, ég á ekki mótorhjólagalla og veit ekki hvað "Ruddum" er, svo ég sleppi að færa mig yfir að þessu sinni.

2 ummæli:

  1. Anna Hlín3.5.2012, 23:45

    Ef einhvern vantar einkaspæjara þá bara hringja í mig..
    http://ruddar.spjallbord.net/yaf_postst6486_Dainese-galli-og-fylgihlutir.aspx

    SvaraEyða
  2. Nauh. Þetta útskýrir ýmislegt. Case closed. Takk.

    SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.