Í gær fór ég í jakkafatapáskamatarboð til pabba og Laufeyjar þar sem pabbi hafði eldað fylltan kalkún með sætum kartöflum og ýmsu meðlæti. Ennfremur hafði hann bakað franska súkkulaðiköku í eftirmat.
Ég er ekki mikið fyrir góðan mat vegna þess hversu lítið hann gerir úr minni eldamennsku. Í dag bragðast allt sem ég geri eins og mold, svo góð var þessi máltíð. Mögulega sú besta sem ég hef fengið að öllum öðrum ólöstuðum.
Ég komst ekki í ræktina í gær vegna
þess að ég svaf framyfir lokunartíma anna. Þess í stað lék ég mér við Valeríu Dögg frænku í matarboðinu þar til jakkafötin mín voru orðin gegnsósa af svita. Að loknu matarboði teygði ég svo vel á, fór í sturtu, skellti jakkafötunum í suðuþvott og lék mér í Excel fram á nótt, eins og venjulega.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.