fimmtudagur, 12. apríl 2012

Hitt og þetta

Þetta er að frétta:

Ég bætti við fjórförum á fjórfarasíðuna
Að þessu sinni eru þeir fengnir frá Baldri Beck, körfuboltagúrú með meiru. Sjá hér.

Ég bætti við Excel skjali á Excel.is síðuna
Skjalið sýnir tölfræði leikmanna í Iceland Express deildinni í körfubolta karla nýliðið tímabil (2011-2012, regular season) og býður upp á uppraðanlegar töflur eftir tölfræðiatriðum. Sjá hér.

Óþægileg uppgötvun
Mér finnst alltaf jafn leiðinlegt að átta mig á því að ég er úr kjöti. Fáránleg tilhugsun.

Kvenhylli í ræktinni
Í kvöld ætlaði ég að fara á skíðavél í ræktinni í rólegheitum og hugsa minn gang, eins og venjulega. Þegar þangað var komið og ég farinn að svitna lítrum hrúgaðist kvenfólk allt í kringum mig.

Í fyrstu hélt ég að þetta væri grín svo ég hunsaði þær en þegar 20 mínútur voru liðnar og enn að bætast við kvenfólk var mér hætt að lítast á blikuna. Svo truflandi fannst mér þetta að ég var hættur að geta einbeitt mér að Gossip girl sem var á risavöxnum sjónvarpsskjá fyrir framan skíðaavélarnar. Ég neyddist því til að skipta yfir í hjólin, sem eru með innbyggðu sjónvarpi. Þetta dugði til að hrista þær af mér, í þetta skiptið.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.