Eftir að hafa sofið fjórtán tíma í gær og hafandi ekki borðað nammi núna í rúmlega 20 daga, hef ég ákveðið að uppfæra stöðluð svör mín við stöðluðum smátals-spurningum:
1. Hvað gerirðu?
Áður: Ég vinn fyrir 365 við rannsókn og greiningu.
Núna: Ég sef. Þess á milli vinn ég hjá 365.
2. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera?
Áður: Að borða Risa hraun og fara í bíó. Helst bæði í einu.
Núna: Að sofa.
3. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera?
Áður: Að klára Risa hraun.
Núna: Að fara á fætur.
4. Af hverju talarðu svona mikið um svefn?
Áður: Svefn? Ég hef ekki nefnt svefn hingað til.
Núna: Af því ég kann ekkert annað.
5. Ekki má ég bjóða þér í sleik?
Áður: Bíddu, leyfðu mér að klára Risa hraunið fyrst.
Núna: Nei, ég þarf að fara að sofa.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.