Í gærkvöldi féll ég eftirminnilega á gos- og nammibindindi mínu þegar ég át og drakk eins og svín yfir NBA leik.
Bindindið entist í 28 daga. Á þeim tíma:
1. Sparaði ég mér 20.000 krónur sem annar fóru í nammikaup.
2. Eyddi ég um 70.000 krónum í ávexti.
3. Hrapaði lífsvilji minn niður í dimmustu hyldýpi.
4. Talaði ég ekki um neitt annað en að ég borðaði ekki nammi lengur.
5. Var ég litinn hornauga af nammifélögum mínum, sem reyndu ítrekað að fá mig á nammidjamm.
6. Gréru sprautusárin á handleggnum næstum alveg eftir nammisprautur síðustu ára.
Framundan eru bjartari tímar, amk fyrir mig og tannlækna landsins.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.