Undirmeðvitund mín gaf mér góða vísbendingu um að ég sé að verða leiðinlegasti maður í heimi þegar mig dreymdi í alla nótt að ég væri að versla í Hagkaup. Þar skoðaði ég mangó ávexti og athugaði hvort fjólublár Gatorate væri kominn aftur í sölu. Hann var ekki kominn aftur í sölu, svo ég hélt áfram að ráfa um búðina þar til ég vaknaði andlega úrvinda eftir þessa drepleiðinlegu verslunarferð.
En ég fékk að eyða deginum með Excel, svo ég er úthvíldur fyrir næsta hræðilega draum. Ég geri ráð fyrir að hann snúist um að taka út ruslið og að ryksuga íbúðina.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.