þriðjudagur, 28. febrúar 2012

Bætt líðan

Í upphafi árs ákvað ég að endurskipuleggja mig og finna leiðir til að stuðla að betri almennri líðan hjá mér.

Mér datt í hug að stunda meiri útiveru, borða hollari mat, greiða hárið mitt daglega fyrir framan spegil og að klæða mig eins og maður, ekki eins og 500 króna karlhóra.

En fyrst ákvað ég að prófa eitt:



Með því að hætta að lesa dv.is komst ég hjá því að sjá athugasemdirnar á síðunni. Og það var allt sem þurfti. Nú er ég nánast alveg hættur að gnísta tönnum og hef ekki frussað blóði úr reiði í nokkra daga. Þar utan get ég hætt við að borða hollt og klæða mig vel. Allir græða. Amk ég.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.