Flestir stæra sig af því að hafa tekið U beygjur, skiljanlega þar sem sú beygjutækni er nálægt hápunkti allrar aksturskunnáttu. Ég gerði þó enn betur í gærkvöldi!
Ég var að beygja inn í bílastæðin við blokkina sem ég bý í og sá þá að öll stæðin voru full. Ég snögghemlaði og sá stæði laust á vinstri hönd, bakkaði og tók glæsilega beygju í lausa stæðið. Hér má sjá mynd af athæfinu, unna úr loftmynd af umræddu bílastæði og verkun framkvæmda af sérfræðingi í Photoshop CS5 HDR Pro og Adobe's Creative Suite 4 Master Collection, gegn háu gjaldi.
Þetta er, hvorki meira né minna, en μbeygja (borið fram 'Muj-beygja).
Ég efast um að þetta verði endurtekið í bráð. Af neinum.
Djöfullinn sjálfur... nú þarf ég að fara út og reyna.
SvaraEyða