Í gær varð ég ástfanginn í verslun, annan daginn í röð. Í fyrradag var það stelpa í matvöruverslun og í gær afgreiðslustelpa í apóteki.
Ég hélt að ég hefði lært af mistökunum daginn áður svo ég skipulagði mig betur í þetta skiptið.
Áætlunin var að spyrja hvort ekki væru til stærri smokkar en þeir stærstu sem ég gæti fundið. Þegar hún myndi svara neitandi ætlaði ég að biðja um svarta rusapoka í staðinn. Við það átti hún að krefjast þess að hitta mig aftur við kertaljósakvöldverð.
Þegar loksins kom að mér í röðinni bað ég um verkjatöflur og hrökklaðist svo út sótsvartur í framan af skömm.
Viðreynsla mín hefði reyndar getað farið verr. Ég hefði getað keypt það sem ég ætlaði mér upphaflega að kaupa, extra stóra verkjastillandi stíla.
Með þessari atburðarás legg ég viðreynsluskónna mína á hilluna það sem eftir lifir árs. Nokkuð góður árangur miðað við síðustu ár.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.