Á leið heim úr vinnu í kvöld ákvað ég að stoppa í 10-11 til að versla mér brauð. Ég hjó eftir afar huggulegri stúlku við afgreiðslukassann og fór að plana leiðir til að heilla hana upp úr skónum.
Ég gat ekki heillað hana með úlitinu þar sem ég er náfölur tölunörd í úr sér gengnum fötum og ekki gat ég notast við persónuleika minn, þar sem ég bý ekki yfir einum. Ég notaði því einu leiðina sem var eftir; ríkidæmi.
Ég fann dýrustu vöru verslunarinnar af mörgum og vippaði á afgreiðsluborðið þannig að hún sæi og leit svo í augu hennar. Húp gapti þegar hún sá að ég var með 1.300 króna örlitla ísdollu frá Ben&Jerrys, hristi hausinn og lét sig hverfa, mumblandi eitthvað.
Og nú drekki ég ástarsorginni í Chocolate Fudge Brownie (Ísl.: Súkkulaði súkkulaði súkkulaðikaka) ís frá Ben&Jerrys.
Þetta er amk ástæðan sem ég mun gefa barnabörnum mínum þegar þau spyrja mig af hverju ég hafi keypt Ben&Jerrys ís af öllum ísum í 10-11 af öllum verslunum árið 2012.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.