miðvikudagur, 15. febrúar 2012

Morgunumferðin

Í morgun tókst mér að mæta á réttum tíma í vinnuna í fyrsta sinn í langan tíma. Á leiðinni í vinnuna klukkan 8:50 mundi ég af hverju ég geri að leik mínum að mæta of seint í vinnuna daglega. Ég fyrirlít umferðaröngþveiti af svo mikilli hörku að ég mætti hálf rámur í vinnuna nokkrum mínútum síðar.

Þessi dubstep útgáfa af slagaranum Sleep with one eye open (ísl.: Sofðu unga ástin mín) með hjartaknúsurunum í Bring me the horizon (ísl: Á móti sól) lýsir vel líðan minni í áðurnefndu umferðaröngþveiti á meðan hver fáráðurinn með bílpróf á fætum öðrum gaf ekki stefnuljós og/eða svínaði á mig.



Ég mæli með því að fólk fái sér kefli til að bíta í áður en ýtt er á play.

Þess ber að geta að þó ég mæti aldrei á réttum tíma í vinnuna þá fer ég alltaf seint heim, svo ég fylli upp í átta tíma vinnudaginn og vel það. Ekki að þér komi það neitt við.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.