Á föstudaginn síðasta varð rafmagnslaust hjá 365, þar sem ég vinn við Excelvinnslur ýmiskonar. Ég reyndi að þykjast koma að góðu gagni með allskonar tillögum, eins og að kveikja bál í anddyrinu, veiða ketti til matar og fatagerðar og að fórna yngstu starfsmönnunum til rafmagnsguðanna við dræmar undirtektir.
Þegar rafmagnið komst aftur á, hálftíma síðar, áttaði ég mig á því að ég er algjörlega gagnlaus ef ég hef ekki rafmagn í kringum mig. Ekki ósvipað þessari teiknimynd.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.