Í morgun skaut þeirri hugmynd í hausinn á mér að fara að huga að barneignum þar sem ég nálgast eftirlaun óðfluga og hef ekkert skilið eftir mig.
Því næst fór ég á fætur, klæddi mig, setti alltof mikið tannkrem á tannburstann minn, missti helminginn óafvitandi á gólfið, steig í tannkremsklessuna og gekk um alla íbúð á meðan ég tannburstaði mig (til að vakna betur), dreifandi tannkremi um alla íbúð án þess að fatta það.
Þegar ég áttaði mig umfangi þessa stórslyss, frestaði ég barneignum um önnur 10 ár.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.