þriðjudagur, 31. janúar 2012

Vísbendingalestur

Í morgun var ég fluttur um set innan 365. Ekki stöðulega séð heldur skrifborðslega séð. Nú er ég farinn aftur í það hús og á þá hæð sem ég var áður þó með örlitlum breytingum.

Hér má sjá staðsetningarnar í gegnum tíðina:


1 = Fyrsta staðsetning mín árið 2006.
5 = Nýjasta staðsetning mín frá og með deginum í dag.

Ég á það til að reyna að finna vísbendingar um skilaboð þegar ég sé svona ferli, svo ég dró línu milli staðsetninganna:


Þarna sést greinilega hvað er í gangi. Allar þessar breytingar eru bara að gefa eitt í skyn. Smelltu á "Lesa meira" til að sjá hvað undirmeðvitund yfirmanna minna er að reyna að segja mér.




Augljósara verður það ekki. Ég á greinilega að safna í yfirvaraskegg. Næsta verkefni er að fara á skrifstofu yfirmannsins og segjast hafa áttað mig á skilaboðunum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.