mánudagur, 9. janúar 2012

Dæmigerð verslunarferð á laugardegi

Á laugardaginn skrapp ég í Kringluna og átti leið framhjá Hagkaup þegar þeirri hugsun skaut í kollinn á mér að kaupa svaladrykk til að vera eins og allt afslappaða fólkið. Hver veit, kannski gat ég blandað geði við fólk í biðröðinni og skemmt mér vel. Tilhugsunin var eggjandi og ég var ánægður með þessa framandi hugmynd mína.

Þegar í biðröð var komið áttaði ég mig á að ég hafði gert mikil mistök:
  1. Biðröðin virtist ekkert ganga. Þegar loksins var komið að mér fraus talvan og tók nokkrar mínútur að endurræsa hana, áður en hún fraus aftur og svo framvegis.
  2. Næst á eftir mér var miðaldra kelling sem hálf öskraði auðvitað á afgreiðslumanninn fyrir þessa tölvubilun á meðan hún og dóttir hennar átu vínberin sem þau ætluðu að kaupa (og átti eftir að vigta) sem fyllti mig fyrirlitningu í þeirra garð.
  3. Fyrir aftan mæðgurnar var ofdekrað 2ja ára barn sem ákvað að setjast á gólfið og öskra eins hátt og það gat af því það fékk ekki nammi. Skömmu síðar tók annað barn upp þessa taktík á meðan foreldrar þeirra horfðu stoltir á.
  4. Það sem að ofan er talið lét mig gnísta tönnum svo fast að ég fór að svitna. Og ég hætti ekki að svitna fyrr en ég tók svaladrykkinn og setti aftur í kælinn, orðinn nánast rennvotur í framan. Þetta vökvatap orsakaði að ég hefði þurft svaladrykk.
Eftir á að hyggja þá held ég að þetta hafi verið ein versta hugmynd mín til þessa. Að versla í Hagkaup í Kringlunni á háannatíma á laugardegi toppar hér um bil Peugeot kaupin mín árið 2004, ósælla minninga.

4 ummæli:

  1. Farðu nú að reyna að losa þig við þennan Peugeot maður.

    SvaraEyða
  2. Hvernig dirfistu að tala illa um bílinn minn!

    SvaraEyða
  3. Nú ert það ekki þú sem ert sívælandi um vandamálin tengd bílnum? Mér hefur svona skilist það þegar ég hef lesið bloggið þitt ég gegn um tíðina.

    SvaraEyða
  4. Ég veit ekki um hvað þú ert að tala.

    SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.