sunnudagur, 8. janúar 2012

Hin árlega bókarýni


Þar sem ég var bæði veikur og tölvulaus í jólafríinu bryddaði ég upp á þeirri nýung að lesa bók. Bókin sem varð fyrir valinu heitir Dávaldurinn eða Hypnotisören (ísl.: Hin fjögur fræknu og dávaldurinn) eins og hún heitir á frummálinu (sænsku). Hún er eftir parið Lars Kepler. Ekki spyrja.

Bókin fjallar um dávald sem er fenginn til að dáleiða fórnarlamb fjöldamorðingja sem myrt hefur fjölskyldu hans en náði ekki að klára ætlunarverk sitt. Þegar því er lokið upphefst hörkufjörug atburðarás og ég veit ekki hvað og hvað.

Bókin er troðfull af sóðalegu ofbeldi, snarbiluðum geðsjúklingum, góðhjörtuðum geðsjúklingum, morðum, sifjaspelli, framhjáhaldi, smá meira af sóðalegu ofbeldi, einelti og ca öllu öðru sem þér getur dottið í hug, nema kannski dansi og söng.

Kostir bókarinnar er spennan sem haldið er við frá fyrstu blaðsíðu þar til bókinni er lokið. Ókostir er aðallega ótrúverðugur söguþráður og óendanleg grimmd eða óþolandi persónugallar í öllum sem koma við sögu.

Það tók mig 11 daga að klára bókina sem þýðir að venjuleg manneskja ætti að ná því á 2-3 dögum. Ágætis afþreying yfir jólin.

Tvær og hálfa stjörnu af fjórum.

Þessi færsla er líka bókaannáll minn fyrir árið 2011. Hér er listi yfir bestu bækurnar sem ég las á árinu:

1. Dávaldurinn.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.