Í morgun gafst ég upp fyrir vetrinum og skipti út spegilsléttum, fjögurra ára sumardekkjum fyrir heilsársdekk. Þetta breytir nokkrum hlutum:
* Ég get hætt að spóla allt sem ég fer.
* Ég get hætt að öskra úr skelfingu allt sem ég fer og farið að einbeita mér að því að öskra á aðra bílstjóra sem spóla allt sem þeir fara.
* Íbúar Stór-Reykjavíkursvæðisins þurfa nú væntanlega að bíða í nokkra klukkutíma þar til snjórinn hverfur og kemur ekki aftur á meðan ég er á nothæfum heilsársdekkjum. Ég reyndi að fá styrk frá bæjarfélögunum fyrir þessum dekkjaskiptum en allt kom fyrir ekki, þrátt fyrir að ég hafi sýnt fram á að ég er háttvirtur viðskiptafræðingur með þar til gerðu plaggi sem ég hef á mér hvert sem ég fer.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.