Ógeðslegasta staðreynd jólafrísins hingað til: Ég hef einu sinni sett á mig svitalyktaeyði síðan ég kom til Fellabæjar í jólafrí fyrir 6 dögum.
Ömurlegasta staðreyndin: Af þeim tæpu 150 klukkutímum sem ég hef verið hérna hef ég verið með flensuna í um 135 klukkustundir og skipst á að skjálfa úr hita, svitna úr kulda og bæði skjálfa og svitna úr sjálfsvorkunn. Svo hef ég líka lesið.
Batnandi manni er best að lifa. Samkvæmt því kemst enginn með tærnar þar sem ég er með hælanna þegar kemur að vera að lifa. Held ég. Ég get erfiðlega hugsað fyrir stíflunum í andlitinu.
Published with Blogger-droid v2.0.2
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.