Ég hætti mér svo í nokkra göngutúra undir lok flensunnar og náði að lesa eina bók. Myndir verða birtar síðar.
En þessi færsla fjallar um árið 2011. Svokallaður annáll, ef þú vilt. Hér er það helsta sem gerðist á nýliðnu ári:
- Í byrjun árs 2011 var ég einhleypur, búsettur í Kópavogi, keyrandi um á Peugeot 206, vinnandi fyrir 365 og peningalaus að mestu.
- Í lok september eignaðist Styrmir bróðir sitt þriðja barn.
- Um miðjan nóvember keypti ég mér hvítan hlýrabol af því ég var í flippstuði.
- Í lok árs 2011 var ég einhleypur, búsettur í Kópavogi, keyrandi um á Peugeot 206, vinnandi fyrir 365 og peningalaus að mestu.
Sennilega leiðinlegasta ár sem ég hef upplifað. Hingað til.
Á Egilsstöðum? Rilí?
SvaraEyðaJá, ég segist líka búa í Reykjavík þegar ég bý í Kópavogi. Sama svæði, yo.
SvaraEyðaGleðilegt árið
SvaraEyðaSömus.
SvaraEyða