föstudagur, 23. desember 2011

Jólafrí

Í gær keyrði ég yfir landið með bróðir mínum og er nú staddur í Fellabæ við Egilsstaði. Ég mundi eftir að taka óteljandi smáhluti með mér (t.d. tannbursta, tannþráð, jólagjafir og risahraun) en gleymdi þá stærri hlutum (eins og vinnufartölvu, til að vinna og leika mér í Excel yfir jólin og vélsleða, til að komast á milli staða hér í vetrarríkinu), náttúrulega.


Þar sem ég er tölvulaus, er þessi færsla skrifuð á símann minn. Þegar hingað er komið við sögu hafa þessi skrif tekið um þrjátíu mínútur, svo stóra þumla hef ég.


Mér finnst því líklegt að ég bloggi jafnvel enn sjaldnar en áður það sem eftir lifir árs. Ég óska lesendum síðunnar til hamingju með jólin eða eitthvað.


Það fólk sem ekki les þessa síðu...drulliði ykkur út.


Published with Blogger-droid v2.0.2

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.