Í morgun vaknaði ég veikur klukkan níu, eftir sjö tíma svefn. Ég tilkynnti veikindi og ákvað að fá mér smá blund.
Sjö tímum síðar vaknaði ég aftur og fór á fætur enda dagur að kveldi kominn.
Kvöldið notaði ég í að horfa á Simpsons kvikmyndina, sem ég fór reyndar á í bíó á sínum tíma. Þau mistök gerði ég þó áður en ég fór í umrædda bíóferð, að taka inn svefntöflu í misgripum fyrir aðra töflu (löng saga sem ég fer ekki nánar út í núna), svo ég svaf myndina af mér, vini mínum til kátínu eða gremju (ég er ekki viss, ég var sofandi).
Allavega, ég sá myndina í kvöld, fimm árum síðar. Hún er ekkert sérstök. 2,5 stjörnur af fjórum. Það gerist eiginlega of mikið í henni.
Dagurinn í heild sinni fær eina stjörnu af fjórum. Gerðist alltof lítið í honum.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.