Ég byrjaði gærdaginn á að mæta næstum á réttum tíma í vinnuna eða um hálftíma of seinn. Því næst vann ég hér um bil öll verkefni heimsins, áður en ég fór í bíó með vini klukkan 17:40.
[Innskot. Myndin Ides of March (Ísl. Miður mars) er fullkomin bíóferðarmynd, sérstaklega klukkan 17:40. Nógu góð til að horfa á og nógu fáar sprengjur svo að krakkafífl fari ekki á hana. Og ekki í þrívídd. Þrjár stjörnur af fjórum.]
Eftir bíóferðina ætlaði ég að borða áður en ég færi í ræktina og fá þannig fullt hús stiga fyrir að hafa lokið öllu sem hugurinn girntist þann daginn.
En þar stoppaði fjörið. Eftir bíóferðina sló mér niður af veikindunum, svo heiftarlega að ég rétt náði heim áður en ég brast í
Ef þið viljið grafísku útgáfuna af gærdeginum: Í gær var ég eins og belja sem er hleypt út að vori, ekki vitandi að hún er fótbrotin.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.