Hér er listi yfir topp þrjár verstu ræktarferðir mínar frá upphafi:
3. Allar ferðir í janúar, hvert ár
Í janúar ætla allir að gera skurk í sínum málum og mæta því saman í ræktina. Það endist þó aldrei lengur en nokkrar vikur eða þar til ég er við það að beita ofbeldi til að ná æfingahjóli.
2. Biluðu heyrnartólin
Fyrir næstum tveimur árum biluðu heyrnartólin mín í miðri rækt. Ég eyddi um 15 mínútum í að reyna að koma þeim í lag aftur, án árangurs. Það er fátt ömurlegra en að þurfa að hlusta á stunurnar í fólkinu í kringum sig. Næstum jafn ömurlegt og að hlusta á mínar eigin stunur.
1. Ferðin í kvöld
Ég lagði of seint af stað, rann næstum á hausinn í nýlagðri hálku, reyndi að skafa bílinn með ónýtri sköfu áður en ég sagði "fuck it (ísl.: mök)", drap á bílnum og fór aftur inn og undir teppi, þar sem ég fitnaði um 30 kg.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.