fimmtudagur, 17. nóvember 2011

Tilgangslausasti hnappur allra tíma

Í kvöld rakst ég á tilgangslausustu hugmynd allra tíma þegar mér fannst ryksugan mín vera óvenju máttlaus við ryksugun ársfjórðungsins vikunnar; þennan hnapp:



Hnappurinn í miðjunni stillir styrk ryksugunnar. Þeas af hversu mikilli áfergju hún sýgur upp í sig ryk.

Náunginn sem kom með þessa hugmynd hefur líklega spurt „Hvað ef ég vil ryksuga en samt ekki ryksuga, þarf ekki einhverja stillingu fyrir það?“ og til varð þessi hnappur, andskotinn hafi það.

Allavega, ég ryksugaði íbúðina mína tvisvar í kvöld, en samt bara einu sinni.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.