1. Ég vil gjarnan koma á framfæri miklu þakklæti til Kringlunnar fyrir að senda mér heilt tímarit til að vara mig við einhverju sem kallast Kringlukast. Þá er gefinn allskonar afsláttur af allskonar vörum sem seljast venjulega ekki. Á þetta hrúgast heilu tonnin af fólki. Ég hunsa ekki viðvaranir og held mig því fjarri Kringlunni á næstunni.
Ég vil líka þakka öllum öðrum fyrirtækjum sem senda mér svona viðvaranir um útsölur. Takk! Þið bjargið geðheilsu minni án þess að vita af því.
2. Ég er orðinn alvarlega háður gröfum. Ekki nóg með að ég vinni við að búa þau til heldur hugsa ég sífellt meira í gröfum og tek mikilvægar, misgóðar ákvarðanir út frá þeim grafísku hugsunum. Sjá graf yfir þróun tíðni hugsana í gröfum frá 1995:
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.