föstudagur, 21. október 2011

Axarskaftarskömm

Ég geri stundum axarsköft. Yfirleitt eru þau svo lítil að ég get viðurkennt þau. Stundum eru aðeins of stór til að ég þori að viðurkenna þau. Svo kemur fyrir að þau eru svo stór að ég verð að viðurkenna þau, svo ég sofi á nóttunni.

Í dag gerði ég svo stórt axarskaft að skömm mín er nægilega mikil til að ég játi það á mig. Hér er graf yfir líkurnar á því að ég viðurkenni skömm mína og hvar skömm mín er í dag:




Það sem ég gerði af mér var að hlusta á tvö lög með ofur selloutinu David Guetta, ítrekað, og njóta þess. Ég geng jafnvel svo langt að segja lögin frábær, mögulega í stíl við Daft Punk, andskotinn hafi það.

Lag 1: The Alphabet




Lag 2: Toy Story




Nú er skömmin vonandi ykkar.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.