Í dag gerði ég svo stórt axarskaft að skömm mín er nægilega mikil til að ég játi það á mig. Hér er graf yfir líkurnar á því að ég viðurkenni skömm mína og hvar skömm mín er í dag:

Það sem ég gerði af mér var að hlusta á tvö lög með ofur selloutinu David Guetta, ítrekað, og njóta þess. Ég geng jafnvel svo langt að segja lögin frábær, mögulega í stíl við Daft Punk, andskotinn hafi það.
Lag 1: The Alphabet
Lag 2: Toy Story
Nú er skömmin vonandi ykkar.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.