miðvikudagur, 19. október 2011

Píanóofsóknir

Þegar ég hafði lokið vinnu á mánudaginn og hugðist loka gluggum í fyrirtækinu (þar sem ég var einn eftir og síðastur út) á hæðinni tók ég eftir að við hvert spor sem ég tók heyrðist píanóleikur í fjarska.

Píanóleikurinn var algjörlega handahófskendur, stoppaði þegar ég stoppaði og var hraðari með hraðari (og logandi hræddum) hreyfingum mínum.

Eftir að hafa leitað að píanóleikaranum í dágóða stund og lokað öllum gluggum í leiðinni, tók ég upp snjallsímann minn úr vasanum og sá að ég hafði gleymt að læsa honum áður en ég stakk honum í vasann.

Á skjánum var píanóforritið sem ég niðurhól nýlega, sem hafðist opnast við snertingu í vasanum og hafði leikið sjálfkrafa við núninginn sem myndaðist við að labba og hlaupa um hæðina.

Enn ein ástæðan til að hata snjallsíma, þó þeir séu vatnsheldir, sem ég lærði í þetta skiptið.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.