þriðjudagur, 16. ágúst 2011

Tvífaraveggspjöld

Ég fann tvífara fyrr í dag sem eiga tvennt sameiginlegt; að vera bæði veggspjöld fyrir bíómyndir og að vera mjög svipað uppsett.

No country for old men


Fright night

Þó að veggspjöldin séu eins uppsett þá eru myndirnar sjálfar gjörólíkar. Annars vegar er um að ræða eina af mínum uppáhalds myndum eftir Cohen bræður sem fjallar um mann á flótta undan snargeðveikum leigumorðingja og hinsvegar hryllingsmynd, sem ég auðvitað neita að horfa á. Ekki af því ég er hræddur við þær heldur vegna þess að ég hef ekki gaman af því að pissa á mig (og þá aðila sem sitja nálægt mér).

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.