fimmtudagur, 7. júlí 2011

Augnaðgerð

Ég fór í smá augnaðgerð í morgun þar sem táragöng annars augans á mér voru lagfærð, sem mun hjálpa mér að gráta í framtíðinni. Reyndar fannst mér ég strax skárri á meðan á aðgerðinni stóð.

Eftir aðgerðina fékk ég smá umbúðir í andlitið. Ég var að spá í að mæta í vinnuna og vona að enginn tæki eftir þeim, þar sem ekki nokkur maður tók eftir risa glóðarauganu sem ég fékk í vor, en sleppti því þar sem ég sé erfiðlega með áðurnefndu auga, sem er pirrandi þegar rýnt er í tölur. Ég sé til hvort ég kíki í ræktina svona.

Svo ólíklegt finnst mér reyndar að fólk taki eftir þessu smáræði í andlitinu á mér að hér fyrir neðan er mynd af mér eftir aðgerð. Getið á hvoru auganu aðgerðin var framkvæmd.
0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.