Í gærkvöldi var ég spá í að drekka tvo lítra af Vodka sem ég eignaðist nýlega, fara í partí, slá í gegn með frábærum gamansögum, fara svo niður í bæ, dansa mig í blackout og vakna svo á ókunnugum stað.
En svo fattaði ég á að ég hafði keypt popp fyrr um daginn. Svo ég borðaði það og horfði á myndina Source Code með Jake Gyllenhaal í aðalhlutverki.
Í stuttu máli er myndin blanda af Groundhog Day, Quantum Leap þáttunum, Matrix og Avatar. Í löngu máli er hún um mann sem þarf að afla upplýsinga um hryðjuverk sem framið er um borð í lest, með því að fara í huga eins farþegans í átta mínútur í senn. Áhugaverð hugmynd.
Myndin er mjög skemmtileg og spennandi á köflum, þó að hún sé full mikið kjaftæði fyrir minn smekk. Það er þó eitthvað við hana sem heldur manni gangandi.
Þrjár stjörnur af fjórum.
Fórstu svo á fyllirí ?
SvaraEyðaÞað rann ekki nógu mikið af mér svo ég kæmist á fyllerí.
SvaraEyðaBíddu nú við... þessi mynd er ennþá sýnd í bíó... ertu að segja að þú hafir framið afbrot með því að niðurhala myndinni af Veraldarvefnum?? Ég á ekki til eitt aukatekið orð!
SvaraEyðaLögfræðingur minn bannar mér að svara þessari spurningu.
SvaraEyða