sunnudagur, 19. júní 2011

Laugardagskvöld

Í gærkvöldi var ég spá í að drekka tvo lítra af Vodka sem ég eignaðist nýlega, fara í partí, slá í gegn með frábærum gamansögum, fara svo niður í bæ, dansa mig í blackout og vakna svo á ókunnugum stað.

En svo fattaði ég á að ég hafði keypt popp fyrr um daginn. Svo ég borðaði það og horfði á myndina Source Code með Jake Gyllenhaal í aðalhlutverki.

Í stuttu máli er myndin blanda af Groundhog Day, Quantum Leap þáttunum, Matrix og Avatar. Í löngu máli er hún um mann sem þarf að afla upplýsinga um hryðjuverk sem framið er um borð í lest, með því að fara í huga eins farþegans í átta mínútur í senn. Áhugaverð hugmynd.

Myndin er mjög skemmtileg og spennandi á köflum, þó að hún sé full mikið kjaftæði fyrir minn smekk. Það er þó eitthvað við hana sem heldur manni gangandi.

Þrjár stjörnur af fjórum.

4 ummæli:

  1. Fórstu svo á fyllirí ?

    SvaraEyða
  2. Það rann ekki nógu mikið af mér svo ég kæmist á fyllerí.

    SvaraEyða
  3. Bíddu nú við... þessi mynd er ennþá sýnd í bíó... ertu að segja að þú hafir framið afbrot með því að niðurhala myndinni af Veraldarvefnum?? Ég á ekki til eitt aukatekið orð!

    SvaraEyða
  4. Lögfræðingur minn bannar mér að svara þessari spurningu.

    SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.