föstudagur, 17. júní 2011

Kvikmyndagagnrýni síðustu 10 daga

Þau undur og stórmerki hafa átt sér stað síðustu 10 daga að ég hef farið í bíó fjórum sinnum. Alls hef ég því farið um átta sinnum í bíó á árinu.

Hér eru myndirnar fjórar og dómar mínir um þá:

The Hangover II
Um: (The Hangover I/Las Vegas)*Tæland.
Dómur: Sjá Hangover I.
Stjörnugjöf: Þrjár stjörnur af fjórum.

X-men: First class
Um: Farið er yfir sögu tveggja aðal stökkbrigðanna úr fyrri X-men myndunum, ásamt baráttu þeirra gegn þriðju heimstyrjöldinni 1962.
Dómur: Myndin er skemmtileg og vel gerð. Kevin Bacon stelur senunni sem fyrrum nasisti sem vill. January Jones stelur líka senunni með hræðilegum leik.
Stjörnugjöf: Þrjár stjörnur af fjórum.

Bridesmaids
Um: Erfið spurning. Ef myndin fjallar um eitthvað þá er það stjórnlaus afbrýðisemi aðalkaraktersins og löngun hennar í takmarkalaust drama, þegar besta vinkona hennar þiggur boð Tim Heidecker um giftast.
Dómur: Þessi mynd er vonandi ekki góð lýsing á sambandi kvenna, því tilgangslaust dramað keyrir um þverbak. Myndin á þó sína spretti, þó hún sé full vælin fyrir minn spekk.
Stjörnugjöf: Ein og hálf stjarna af fjórum.

Super 8
Um: Nokkrir krakkar verða vitni að lestarslysi við heimabæ þeirra. Eitthvað var í lestinni sem veldur miklu tjóni á bænum og íbúendum hans.
Dómur: Skemmtileg mynd af gamla skólanum. Hæfilegt magn af gríni, drama og spennu.
Stjörnugjöf: Þrjár stjörnur af fjórum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.