miðvikudagur, 22. júní 2011

Excel færsla

Eftirfarandi Excel tengd atvik hafa átt sér stað síðustu daga og nætur:

1. Excel endalok
Í gær tókst mér að gera svo flókið Excel skjal að, þó það virki fullkomlega þangað til ég loka því, þá neitar Excel að opna það eftir að ég loka því, af því það skilur það ekki alveg.

Það eru til ca fimm leitarniðurstöður á Google að þessari villu, engin þeirra skilar niðurstöðu. Ég hef því unnið þennan Excel tölvuleik. Endakallinn olli vonbrigðum.

2. Tímaferðalag
Í gærnótt dreymdi mig að ég hefði farið aftur í tímann um ca 22-23 ár og hitt sjálfan mig, þar sem ég var að leika mér að skrifa í stærðfræðistílabókina mína tölur og keppnir ýmiskonar.

Ég sagði sjálfum mér frá Excel og að ég yrði að vinna í því alla daga við að slá inn tölur og annað, þegar ég yrði eldri. Ég hef sjaldan séð jafn hamingjusamt barn. Þá vaknaði ég og þurfti að fara í helvítis vinnuna.

3. Magic 8-ball
Ég var ekki viss hvort ég ætti að gera Excel skjal sem virkaði alveg eins og Magic 8-ball, þeas maður spyr já eða nei spurninga og skjalið myndi svara og þannig hjálpa við að taka ákvarðanir.

Svo ég gerði Magic 8-ball skjal og spurði það. Sem betur fer sagði það já. Náið í skjalið hér.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.