þriðjudagur, 17. maí 2011

Ræktarferðir helgarinnar part 3

Eins og áður hefur komið fram fór ég í ræktina á sunnudaginn. Þar lyfti ég lóðum og teygði svo vel í þar til gerðri aðstöðu.

Áður en lengra er haldið er betra að útskýra nokkur atriði:

1. Í Laugum taka flestir sér lítið handklæði til að þurrka sér og tækjunum þegar áður/eftir að þau eru notuð.
2. Að ræktarferð lokinni tekur hver og einn sitt handklæði og setur í þar til gerða þvottakörfu við útganginn.
2. Ég er mjög utan við mig dags daglega. Jafnvel yst við mig.

Allavega, þegar teygjum var lokið tók ég handklæðið sem var orðið rennandi blautt af svita og reyndi að þurrka mér í síðasta sinn í andlitinu, aðeins til að skila mér meira blautum en áður.

Þá áttaði ég mig á því að handklæðið mitt var á herðunum á mér, skrjáfaþurrt og að einhver hafði skilið svitablauta handklæðið sitt eftir við hliðina á mér.

Ég held ég hafi aldrei verið jafn nálægt því að æla úr viðbjóði. Ég lagði svo inn beiðni til yfirmanna World Class um að hafa vírbusta í sturtunum, fyrir harðkjarna þrifnað.

2 ummæli:

  1. Kann sérstaklega vel að meta að liðurinn sem fjallar um hversu utan við þig þú ert skuli hafa sama númer og liðurinn á undan.

    SvaraEyða
  2. Ég neita að laga þetta, þar sem þetta er fullkomið dæmi um hversu utan við mig ég er.

    SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.