föstudagur, 20. maí 2011

Dexter - Sería fimm

Áður en lengra er haldið: Þið sem horfið ekki á þættina Dexter, smellið á slembihnappinn í stikunni fyrir ofan. NÚNA!

Ég hef nú loksins lokið við að horfa á fimmtu seríuna af uppáhalds þáttum mínum, Dexter. Fyrstu fjórar voru stórkostlegar. Allt við þær var og er frábært. Söguþráðurinn, karakterarnir, leikararnir og allt annað sem hægt er að greina.

Þessi nýjasta sería er vægast sagt slæm. Svo slæm er hún að ég kýs að tjá mig um hana í formi grafs:


Ástæðan fyrir því að sería fimm er ömurleg? Karakterinn Lumen, leikinn af Julia Stiles. Ekki aðeins er karakterinn gjörsamlega óþolandi, sígrenjandi og ofhlaðinn tilfinningum og öðrum viðbjóði, heldur er hann er svo illa leikinn að ég átti erfitt með að roðna ekki við áhorfið.

Skelfilegur niðurtúr á þessum frábæru þáttum. Ég vona af öllu afli að sería sex verði allt það sem sería fimm var ekki.

2 ummæli:

  1. Fimmta serían var samt með eitt besta atriði í öllum seríunum.

    SvaraEyða
  2. hehehe hann er alltaf góður. En hann bætir ekki upp fyrir hámark fjölda mögulegra grenja og dramakjaftæðis í seríu 5.

    SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.