mánudagur, 23. maí 2011

Lausn við þreytuvandamáli

Fyrir tæpum tveimur vikum hætti ég að drekka gos en það hafði ég drukkið óhóflega upp á síðkastið til að sporna við ofurþreytu sem hefur herjað á mig. Eftir sólarhring af gosleysi og nánast stanslausu geyspi fór ég að velta fyrir mér öðrum leiðum til að minnka þreytuna.

Hér eru valkostirnir:

1. Kaffi
Ég myndi frekar drekka hland en þann viðbjóðs vökva.

2. Vodki
Það er ekki vel séð að vera reynandi við alla í vinnunni.

3. Orkudrykkir
Ég fæ brjóstsviða á of mörgum orkudrykkjum, svo ég spara mér þá fyrir ræktina.

4. Amfetamín
Það er illa séð að dansa ber að ofan í vinnunni.

Svo datt ég á lausnina, alveg óvart, fyrir um 10 dögum síðan: Að sofa 12 tíma á dag. Lausnin var fyrir framan nefið á mér allan tímann!

Reyndar minnkar það ekki þreytuna. En samt. Fín lausn.

2 ummæli:

  1. http://www.mbl.is/frettir/taekni/2007/07/19/kokomjolk_besti_orkudrykkurinn/
    Sofðu 4 tímum skemur og notaðu þá í að kaupa og drekka Kókómjólk.

    SvaraEyða
  2. Lít ég út fyrir að geyspa peningum?

    SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.