þriðjudagur, 12. apríl 2011

Happadagur

Í dag varð ég fyrir miklu happi þegar ég náði loksins að sanna að það borgar sig að vera frá austurlandi, fyrir tilstilli ungrar stúlku.

Af ótta við að valda viðkomandi stúlku persónulegum eða atvinnutengdum skaða, þá nafngreini ég hana ekki né heldur það sem um ræðir.

Forsaga: Ég þarf að [A] [B] mitt og til þess þarf ég [C] sem fylgir alla jafna með [B]. Þar sem ég hef flutt ca 250 sinnum síðan ég keypti [B] þá hafði ég auðvitað týnt [C]. Svo ég lagði leið mína í [D], sem seldi mér [B] fyrir [X] árum.

Samtal!

Ég: Góðan dag. Ég keypti hérna [B] fyrir [X] mörgum árum og þarf að...
Stúlka: ...[A][B]?
Ég: Já akkúrat. En ég týndi...
Stúlka: ..[C] sem fylgdi með [B]?
Ég: Já! Ég var að spá...
Stúlka: Ekkert mál. Gjörðu svo vel. Í boði hússins *réttir mér nýtt [C]*
Ég: Ok...takk. Þarf ég ekki að sanna að ég hafi keypt [B] hérna?
Stúlka: Nei nei, ertu ekki að austan?
Ég: Jú.
Stúlka: [E] Torfi, er það ekki?
Ég: Jú! Hvað í...
Stúlka: Enginn austfirðingur fer að ljúga að mér. Ég treysti þér.
Ég: Vá. Takk. *dansa út úr verslunni*

Þess má geta að nýr [C] kostar yfir [Y] krónur, svo ég var skiljanlega [F], þó ég hafi haft sönnun fyrir því að hafa keypt [B] í [D].

2 ummæli:

  1. Hahaha...shjeeeeett...er orðin alveg rugluð í hausnum að hafa lesið þetta fína blogg.:)

    SvaraEyða
  2. hehe gott. Þá veistu hvernig mér líður í alltaf í hausnum.

    SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.