Svona lýkur öllum virkum dögum hjá mér:
17:00
Aðgerð: Vinnudegi lokið.
Hugsun: Ekki séns að ég nenni að keyra heim í mestu síðdegistraffíkinni. Vinn bara áfram.
18:30
Aðgerð: Kvöldmatur.
Hugsun: Ég sleppi matnum, þar sem ég er á leið í ræktina. Nenni ekki að vera eins og satt fífl þar. Saddir einstaklingar eru ekki líklegir til afreka.
19:00
Aðgerð: Ræktarferð.
Hugsun: Æ, ég nenni ekki að umgangast allt fólkið í ræktinni. Ég fer seinna í kvöld þegar mjög fáir eru að lyfta.
19:05
Aðgerð: Drulla mér heim.
Hugsun: Ekki séns að ég nenni að standa upp. Vinn aðeins lengur. Nóg af verkefnum.
19:30
Aðgerð: Samstarfsmaður sér mig og hrósar mér fyrir að vera duglegur að vinna frameftir.
Hugsun: Já. Einmitt. Duglegur.
Ég: „Maður gerir það sem maður getur. En ég er bara einn maður. Einn maður með óbilandi...“
Aðgerð: Samstarfsmaður gengur í burtu.
Framhaldið er yfirleitt þannig að ég fer heim skömmu síðar og sofna við að reyna að horfa á einhvern þátt. Vakna svo rétt fyrir kl 22 og næ klukkutíma í rækt, áður en ég byrja þann hluta lífs míns sem flokkast undir félagslíf.
Þar með hef ég látið mitt síðasta leyndarmál flakka. Nú vita harðir lesendur síðunnar hvert einasta smáatriði um mig. Síðasta leyndarmálið var: Ég er duglegur í vinnunni af því ég er fáránlega latur í öllu öðru. Ánægð?
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.