sunnudagur, 13. mars 2011

Vikuörfréttir

Nokkrar örsögur úr nýliðinni viku:

1. Ný uppskrift
Ég komst að því í gær að ef þú tyggur spearmint extra tyggjó í nokkrar mínútur áður en þú drekkur orkudrykk frá Euroshopper, þá mun drykkurinn bragðast eins og uppþvottalögur, sem er ekki jafn gott og það hljómar.

2. Fjör á fjölbraut
Síðastliðna nótt upplifði ég skelfingu í sínu hreinasta formi þegar ljósapera hvellsprakk, um það leiti sem ég ætlaði að fara að sofa. Þegar ég var búinn að hreinsa upp líkamsvessa mína, krossaði ég hreina skelfingu af listanum yfir það sem ég ætla að upplifa fyrir andlát mitt.

3. Kalóríutölfræði vikunnar
Í vikunni sem leið fór ég fimm sinnum í ræktina og brenndi samtals um 3.500 kalóríum. Í sömu viku borðaði ég nammi 192 sinnum, að andvirði 16.000 kalóríum. Ég þarf sem sagt að auka ræktarferðir mínar fimmfalt til að lifa heilbrigðu lífi.

4. Siriusmo
Á fimmtudagskvöldið tók ég andköf þegar ég heyrði tvö lög í röð með Siriusmo á Xinu en síðustu þrjú ár hef ég verið að troða honum í kokið á lesendum síðunnar, öllum til ánægju. Til að halda upp á þennan múr sem brotinn hefur verið í íslensku útvarpi, er hér allur nýji og fyrsti diskurinn hans, Mosaik, sem kom út 25. febrúar síðastliðinn.

2 ummæli:

  1. Bwahahaha...ég hefði viljað sjá hversu mikið þér brá þegar peran sprakk. :)

    SvaraEyða
  2. Það mun enginn sjá, því héðan í frá býst ég við því að perur springi þegar ég reyni að kveikja á þeim.

    SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.