Ég spila Texas Hold'em póker annað slagið á netinu með misslæmum árangri. Í nótt náði ég loksins, í fyrsta sinn, að fá allra bestu hönd sem hægt er að fá, svokallaða Konunglega litaröð (Royal flush), sem er hæsta mögulega röðin í sömu sort en líkur á að fá hana eru einn á móti tæplega 650.000.
Til samanburðar má geta þess að líkurnar á því að ég borði ekki nammi heilan sólarhring eru einn á móti 500.000, svo þetta er gríðarlega ólíklegt.
Þar með er þó ekki öll sagan sögð, því ég var ekki sá eini sem fékk Royal Flush í þessu spili. Andstæðingur minn var líka með hæstu mögulega litaröð.
Hvernig má það vera? Svona:
Öll röðin kom upp í borðið. Ég er því einn af fáum í heiminum sem hefur fengið litaröð án þess að vera einn um að vinna pottinn.
Ég veit að ég ætti ekki að vera stoltur af því, en ég er það samt.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.