Sama morgunn gleymdi ég að tannbursta mig áður en ég fór í vinnuna, sem hefur aldrei gerst áður. Sem betur fer átti ég 150 krónur til að eyða út mánuðinn, svo ég keypti mér Extra jórturleður og tuggði hann allan fram að hádegi í vinnunni, við óttablandna virðingu samstarfsfólks.
Einhver tilgangur átti að vera með þessari bloggfærslu, en þar sem ég man hann ekki þá er hér uppáhalds tónlistarmyndband mitt: Knights of Cydonia með Muse.
Myndbandið fjallar um mjög fyndinn framtíðarkúreka sem lendir í bobba í litlum bæ, eftir að hafa átt í stuttu ástarsambandi við frillu lögreglustjórans. Ekki skemmir fyrir að lagið er eitt af mínum uppáhalds.
Hér er svo gerð myndbandsins.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.