miðvikudagur, 23. mars 2011

Excel booty call

Í gær átti ég notalegt spjall við tæknigúru hjá Microsoft varðandi Excel 2010 sem ég keypti nýlega og hvers kóða ég hef ekki getað virkjað, sama hversu fast ég lem lyklaborðið.

Hér er hluti úr samtalinu:

Ég: Ok kóðinn er E eins og í...eh......eins og í einhverju.
Kona: Já, einmitt. E eins og í Einar.
Ég: Já. Svo er það 10. Og H eins og í...uhh...
Kona: Helgi.
Ég: Akkúrat. Svo kemur 3, 4 og 7. Svo Tvöfallt vaff eins og í..eh...engu.
Kona: Einmitt. Erfitt að finna orð fyrir það.
Ég: Svo er það X eins og í Xylitol.
Kona: hahahahaha

Ég þori ekki fara með það en mér heyrðist hún mumbla "fokking fáviti" eftir mesta hláturinn.

Alltaf gaman að fá fólk til að hlæja án þess að reyna það.

2 ummæli:

  1. W eins og Whiskey, maður!
    Sjá líka þetta.

    SvaraEyða
  2. hehe takk. Ég hef prentað þetta út og hef við höndina næst þegar ég þarf að þylja upp raðnúmer, sem vonandi gerist ekki á næstunni.

    SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.