miðvikudagur, 23. mars 2011

Plögg

Það er komið að hinni árlegu plöggfærslu, þar sem ég læt lesendur vita af nýjungum á netinu.

Hér er það nýjasta, frá því í mars í fyrra:

1. Helgi bróðir tekur þátt í myndakeppni á facebooksíðu menn.is, þar sem fólk setur inn myndir af sjálfum sér með frægum einstaklingi. Þeir sem fá flest "like" við myndirnar, vinna einhverja vinninga. Hér er myndin sem Helgi notar: með Steingrími Joð, leiðtoga Íslands á dansiballi. Sennilega besta mynd sem ég hef séð, fyrir utan Memento og Seven.

2. Jónas Reynir, fyrrum samstarfsmaður minn og Hjálmar Kakali hafa hafið nýja síðu þar sem Jónas birtir m.a. strípurnar "Pólítíks ádeila" og "Háskóla-Hilmar" og Hjálmar birtir pistla og annað áhugavert. Síðan heitir því ósmekklega og móðgandi nafni Fjandinn.com og er hnossgæti, þrátt fyrir allt.

3. Esther Ösp hefur hafið nýja síðu í samstarfi við helling af fólki, undir nafninu Austurblokkin. Ekki aðeins er nafnið á síðunni snjallt heldur er uppsetningin á henni til fyrirmyndar. Innihaldið er svo nánast bónus. Kíkið á síðuna hér.

4. Ég er að opna nýjar síður á næstunni. Meira um það í næstu plöggfærslu, sem skrifuð verður innan tveggja ára.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.