fimmtudagur, 3. febrúar 2011

Sparnaðarráð númer 194

Í dag sparaði ég mér tíma til augnlæknis þegar ég tók af mér gleraugun og sá að þau voru bara stórkostlega skítug og að sjón mín hafði þá ekki tekið valhopp aftur á bak í gæðum. Ég var búinn að finna augnlækni og berja í mig kjark til að hringja og panta tíma. Orð fá ekki lýst farginu sem af mér var létt.

Þetta hefði ég mátt gera í fortíðinni. Hver veit, kannski hefði ég aldrei þurft að fara til augnlæknis og þar með ekki þurft að ganga með gleraugu, ef mér hefði bara dottið í hug að gleraugun voru skítug.

Allavega, ég þreif gleraugun og flautaði lítinn lagstúf í tilefni sparnaðarins, þar til ég fattaði að einhver heyrði í mér.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.