Hingað til hef ég forðast að svara ágengum spurningum um það hvaðan ég kaupi fötin mín, þar sem mér skilst að verslunin sé ekki hátt skrifuð á meðal snobbaðra tísku sérfræðinga. Ég þykist yfirleitt hafa gleymt að slökkva á brauðristinni þegar ég heyri þessa spurningu og vippa mér fimlega út úr húsinu, svo lítið beri á.
Í gærkvöldi lá ég í sófanum heima á nærbuxunum og las þriðju bókina í Millenium þríleiknum, Stelpan sem sparkaði í býflugnabúið, þegar ég rakst á brot sem gjörbreytir öllum mínum samskiptum við fólk, þegar kemur að umræðu um fatakaup. Svo virðist sem Mikael nokkur Blomkvist, ein aðalhetja sögunnar, versli nærbuxurnar sínar á sama stað og ég! Að hugsa með sér. Og ég sem hef skammast mín í öll þessi ár, að óþörfu!
Ég get því hér með sagt, með stolti, að ég versla í Dressmann! Hef alltaf gert! Stanslaust! Eins og Mikael Blomkvist.
Afsakið ef þið hafið ekki lesið bókina. Það að hann versli nærbuxur í Dressmann er ekki hluti af plotti bókarinnar, þó þetta sé hápunktur hennar.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.