Þegar ég vaknaði í dag ætlaði ég að fá mér skál af Cheerios í morgunmat en fattaði fljótt að ég átti hvorki hreina skál né skeið. Svo ég þreif borðbúnaðinn.
Þá áttaði ég mig á því að ég átti hvorki Cheerios né mjólk eða nokkuð annað matarkyns, enda upp runninn innkaupadagur. Svo ég gerði mig kláran í að fara að versla.
Sá ég þá að allt var á kafi í snjó og ég á bæði Peugeot og sumardekkjum. Af tillitsemi við annað fólk í umferðinni (og heimahúsum) ákvað ég að nota bílinn ekki, heldur ganga í næstu verslun sem er í talsverðri fjarlægð.
Kom þá í ljós að á mína afar veiklulegu útiskó var komið gat og ómögulegt að ganga í þeim í snjónum. "Ekkert mál" hugsaði ég "ég á gönguskó, sem eru jafn traustir og dýrustu jeppar... sem ég gleymdi á Egilsstöðum í jólafríinu."
Svo ég ákvað að panta mér pizzu. Þegar pizzasendillinn kom á staðinn fattaði ég að ég átti engan pening, svo ég notaði VISA kortið.
Eftir að hafa borðað pizzu í morgunmat hugsaði ég mér að gera gott úr deginum og skrifa dúndrandi góða bloggfærslu um þetta.
Það var svo ekki fyrr en núna að ég átta mig á að þessi færsla er drepleiðinleg.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.