þriðjudagur, 8. febrúar 2011

Hakklyktin

Nýlega lærði ég tvær mikilvægar lexíur þegar ég átti leið í raftækjaverslun á höfuðborgarsvæðinu.

Þegar þangað var komið og ég að skoða höfuðtól fyrir ræktina, fann ég stórkostlega lykt af steiktu hakki með miklu kryddi og sleikti út um við tilhugsunina.

Ég spáði lítið í hvaðan lyktin bærist eða af hverju hún væri í miðri raftækjaverslun, fyrr en ég sá fimm, 15 ára stráka, alla búna að hjúfra sig saman við að skoða nýtt tölvuleikjahulstur. Þeir voru sveittir, skiljanlega og verulega illa lyktandi. Þetta var þá ekki lykt af hakki.

Lexía 1: Aldrei draga ályktun út frá lykt. ALDREI!

Lexía 2: Það er hægt að tannbursta á sér innanvert nefið til að losna við lykt. Það lagar þó ekki andlegan skaða eða eyðir minningum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.