Ég get þó huggað mig við:
- Að Jack White er enn á lífi.
- Að Jack White er enn að gefa út tónlist.
- Að ég fór á tónleika með þeim árið 2006.
- Að ég get sett tvö uppáhalds lögin mín með the White Stripes á þessa síðu í sjötugasta skiptið.
1. Red Rain
Stórkostlegt lag, söngur, gítarleikur og texti.
2. Take take take
Aðallega magnaður texti.
Svo sorgmæddur er ég yfir því að þessi sveit sé hætt, að ég pissa reglulega á mig með augunum þegar ég hugsa um hana. Ég hafði þó vit á því að fá mér andlitsbleyju áður en ég hóf þessi skrif, svo ég er í góðum málum.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.