1. Vingjarnlegt forrit
Ég hef lengi kvartað undan hversu frek forrit eru á minni, þá sérstaklega hvernig þau taka bara minnið án þess að spyrja nokkurn mann. Svo virðist sem hlustað hafi verið á nöldrið í mér, því forritið sem ég vinn með hjá 365 kann mannasiði:
„Gjörðu svo vel, forrit. Fáðu þér eins mikið minni og þú getur í þig látið“ svara ég alltaf, flissandi.
2. Þurrkur
Ef fólk sér mig þessa dagana og er að velta því fyrir sér hvort ég hafi nýlega breyst í uppvakning eða sé búinn að skipta yfir í krakkhórubransann, þá er svarið neikvætt. Ég er bara að kljást við einhvern rosalegasta varaþurrk allra tíma.
Ég vil biðja gesti og gangandi vinsamlegast um að kyssa alls ekki á þetta bágt. Eina bágtið sem verður verra við læknakossa.
3. Sloan hættir
Hér ætlaði ég að skrifa eitthvað stórkostlega jákvætt og ferskt hresst en sá þá að Jerry Sloan, þjálfari uppáhalds liðs míns, Utah Jazz, sagði upp störfum í gær, eftir 26 ára störf fyrir félagið. Hann var síðasti starfsmaðurinn af gamla skólanum hjá Utah Jazz og hans verður saknað af öllu afli.
Í síðustu viku hætti hljómsveitin the White Stripes (uppáhalds hljómsveitin mín), í gær hætti Jerry Sloan (uppáhalds þjálfarinn minn í uppáhaldsliðinu mínu). Ef fer fram sem horfir hættir þyngdaraflið (uppáhalds aflið mitt) að virka á næstu vikum.
Það fer endalaust í átt til hins verra sem tengist þér. Ég ætla að biðja þig að fíla ekkert sem ég fíla, þá eyðileggst það bara eða þá að það hættir.
SvaraEyðaÉg skal reyna mitt besta. Þú elskar ekkert Risa Hraun er það?
SvaraEyða